Verndum börnin okkar fyrir óæskilegum áhrifum

Á meðan öll skynsamlega rök tala á móti útbreyðslu áfengis með auðveldara aðgengi og auglýsingum í fjölmiðlum eru öfl í samfélaginu sem hafa hagsmuni af sölu áfengis og reyna með ísmeygilegum háttum að vinna sig framhjá lögum sem ríkja í landinu, það dynja á okkur fréttir nánast daglega frá löndunum í kringum okkur og frá samtökum eins og SÁÁ  um skaðsemi áfengis og ömurleika sem milljónir manna um allan heim valda sér og fjölskyldum sínum með neyslu áfengis, brostnar vonir barna vegna vanmáttar foreldra sem eru föst í neyslu áfengis og annarra fíkniefna, það eru ekki bara lögráða manneskjur sem fylgjast með fjölmiðlum, við verðum að vernda börnin okkar fyrir óæskilegum áhrifum frá mönnum og konum sem með græðgi, von um gróða af sölu áfengis á beinan eða óbeinan hátt, hreinlega ögra lögunum og reka áróður um dreifingu áfengis ekki bara í fjölmiðlum heldur einnig í þinginu, ekki heyrist í tryggingarfélögum sem þó verða fyrir verulegu tjóni af völdum áfengisneyslu í þjóðfélaginu, getur það verið að það sé vegna þess að þau eru meira og minna í eigu sömu aðilja og vilja komast yfir smásölu áfengis, sennilega er áfengislöggjöfin einna frjálslegust í Bretlandi pöbbar út um allt og áfengissala í öllum sjoppum og matvöruverslunum, þar í landi er áfengisneysla að sliga heilbrigðiskerfið og yfirvöld að vakna upp af vondum draum, við vitum það að sem ekki erum með hausinn í sandinum að öll fíkniefna neysla byrjar á neyslu fíkniefnisins "áfengi".  Því þroskaðri sem einstaklingurinn er sem í fyrsta sinn bragðar áfengi því ólíklegra er að sá hinn sami verði háður því eða öðru fíkniefni.  Gott fólk ýtum þessu ekki að börnunum okkar hvorki beint né óbeint.


mbl.is Ritstjóri tímarits sektaður fyrir áfengisauglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þór Karlsson

Höfundur

Þór Karlsson
Þór Karlsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.6.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband