11.10.2007 | 23:58
Svartur dagur í Reykjavík
Þetta er svartur dagur í pólitískri sögu Reykjavíkur og líkist helst miðaldar hallarbyltingu, myndin væri fullkomin ef fjórmenningarnir sem komu fram fyrir hönd flokkana sem nú taka við borginni væru klæddir í miðaldar trúðsgöllum, Björn Ingi stal lyklinum og hefur hleypt lýðnum inn um bakdyrnar eftir að hafa klofið meirihlutasamstarfið, maður saup hveljur yfir þeirri tilhugsun fyrir síðustu alþingiskosninga að Steingrímur J. og Ingibjörg Sólrún ættu möguleika á að leiða ríkistjórn, það varð þökk sé guði ekki að veruleika en þetta er stærri hörmung og hjálpi okkur allir vættir ef þetta lið fær að leika lausum hala um málefni Reykvíkinga fram að næstu kosningum, hvernig gat það gerst að örverpi úr framsókn fengi slíkt vald, þetta var sennilega síðasta tækifæri framsóknar til að rétta bátinn af og afla trausts á ný ef maðurinn hefði staðið með borgarstjóranum sínum í gegnum þennan stórsjó andmæla, sem voru að mestu réttmæt andmæli, og siglt inná lygnari haf að þá hefði hann komið stærri maður út úr því en hann kaus að stinga hann og samstarfsflokk sinn í bakið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Þór Karlsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.